Þroskaþjálfi – Hæfingarstöðin Bæjarhrauni

Apply for this job

Applications are open from: 19.02.2025

Applications are open to: 05.03.2025

Contact: Halla Harpa Stefánsdóttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða fólk með sambærilega menntun í Hæfingarstöðina að Bæjarhrauni. Þar fer fram þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Í boði er 100% framtíðarstarf í dagvinnu. Um er að ræða spennandi-, lærdómsríkt- og framsækið starf með fjölbreyttum verkefnum. Lögð er áhersla á góða aðlögun í starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Taka þátt í starfi með þjónustunotendum með áherslu á að styðja við notkun óhefðbundinna tjáskipta
  • Stuðla að virkni, velferð og vellíðan þjónustunotenda
  • Uppsetningu á persónuáætlunum, eftirfylgni þeirra og endurmati á þeim
  • Þátttaka í árlegri uppsetningu á starfsáætlun og eftirfylgni hennar
  • Þátttaka í erlendu samstarfi
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun og starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða sambærileg menntun (leyfisbréf fylgi umsókn) 
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólk
  • Samstarfvilji og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund
  • Skipulagshæfni og samviskusemi
  • Frumkvæði og þolinmæði
  • Almenn tölvukunnátta
  • Starfsreynsla æskileg
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og á ensku einnig æskileg

Skilyrði er að viðkomandi hafi náð 20 ára aldri og hafi hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Halla Harpa Stefánsdóttir forstöðuþroskaþjálfi virka daga í síma 565-0446, milli kl. 8-16.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Þroskaþjálfafélag Íslands eða annað félag í BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2025.

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Other vacancies