Sumarstarf á fjármálasviði

Apply for this job

Applications are open from: 24.02.2025

Applications are open to: 17.03.2025

Contact: Andri Berg Haraldsson

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða sumarstarfsmann á fjármálasvið til ýmissa starfa innan reikningshalds- og uppgjörsdeildar, fjárreiðudeildar og hagdeildar. Við leitum að aðila sem er talnaglöggur og vel tölvufær. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur. Starfið hentar vel fyrir nema í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilegu námi.

Fjármálasvið er eitt af stoðsviðum sveitarfélagsins og starfa 20 manns á sviðinu. Sviðinu er skipt í fjárreiðudeild, reikningshalds- og uppgjörsdeild, hagdeild, innkaupadeild og launadeild.  

Um er að ræða 100% sumarstarf.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Skráningu reikninga og færsla bókhalds 
  • Afstemmingar 
  • Innheimta  
  • Ýmsar tölulegar greiningar
  • Símsvörun og upplýsingagjöf í gegnum tölvupóst 
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Stúdentspróf
  • Almenn góð tölvukunnátta og góð kunnátta í Excel, Power Point og Power BI er kostur
  • Reynsla af bókhaldsstörfum og fjárhagskerfinu Navision er æskileg
  • Góð greiningarhæfni
  • Nákvæmni í vinnubrögðum 
  • Jákvæðni, lausnarmiðuð hugsun og þjónustulund 
  • Geta til að vinna undir álagi 
  • Íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar veitir og Andri Berg Haraldsson deildarstjóri reikningshalds- og uppgjörsdeildar andrih@hafnarfjordur.is og Þórey Hallbergsdóttir deildarstjóri fjárreiðudeildar thoreyh@hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2024.

Greinagóð ferilskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og STH.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Other vacancies