Deildarstjóri tómstundamiðstöðvar – Víðistaðaskóli

Apply for this job

Applications are open from: 14.04.2025

Applications are open to: 28.04.2025

Contact: Dagný Kristinsdóttir

Víðistaðaskóli óskar eftir deildarstjóra tómstundamiðstöðvar í fullt starf. 

Okkur í Víðistaðaskóla vantar deildarstjóra tómstunda sem stýrir daglegu starfi í frístundaheimilinu Hraunkoti og félagsmiðstöðinni Hrauninu.  Við leitum að samstarfsmanneskju sem er með góðar hugmyndir og metnað fyrir faglegu og góðu starfi með börnum og unglingum.

Nemendur Víðistaðaskóla eru ríflega 500 í 1.-10.bekk. Starfsmenn skólans eru liðlega 100 og ríkir góður starfsandi og samheldni innan hópsins. Við störfum eftir leiðarljósunum ábyrgð- virðing- vinátta. Við leggjum áherslu á liðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti, nemendalýðræði og að hver og einn fái tækifæri til að vera eins og hann er.

Helstu verkefni:

  • Umsjón og ábyrgð með starfsemi tómstundamiðstöðvar ásamt aðstoðarverkefnastjórum
  • Sinnir forvarna- og fræðslustarfi um ýmis málefni sem tengjast börnum og ungmennum
  • Skipulagning og framkvæmd verkefna og viðburða
  • Sér til þess að upplýsingaflæði til barna, unglinga, foreldra og samstarfsaðila sé virkt
  • Stuðlar að góðu samstarfi við ýmsa aðila, s.s. foreldra, skóla, félagsþjónustu, aðrar stofnanir, aðrar félagsmiðstöðvar og frístundaheimili og samtök sem vinna að málefnum barna og unglinga
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf (B.A) á sviði uppeldis og menntunarfræða, tómstundarfræði eða annað B.A nám sem nýtist í starfi
  • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Góð hæfni í samskiptum og samstarfshæfni
  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og ungmennum
  • Kostur að viðkomandi hafi unnið í frístundaheimili eða félagsmiðstöð
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2025.

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Kristinsdóttir skólastjóri, dagnyk@vidistadaskoli.is  í síma 664-5890 eða Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, valaj@vidistadaskoli.is 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BHM.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Other vacancies