Leikskóla- og frístundaliði – Skarðshlíðarleikskóli

Apply for this job

Applications are open from: 14.01.2025

Applications are open to: 28.01.2025

Skarðshlíðarleikskóli auglýsir eftir leikskóla- og frístundaliða í fullt starf. 

Skarðshlíðarleikskóli er nýlegur fjögurra deilda leikskóli sem uppfyllir nútímakröfur leikskólastarfs. Hann er staðsettur að Hádegisskarði 1 í einungis 4 mínútna fjarlægð frá Reykjanesbraut um Kaldárselsveg.

Stefna skólans tekur mið af Fjölgreindakenningu Howards Gardners og Uppeldi til ábyrgðar. Hugmyndafræðilegur grunnur skólans tekur mið af lærdómssamfélagi (e. Professional Learning Community) þar sem allir læra saman og áhersla lögð á virka þátttöku við að þróa öflugt skólastarf. Við leggjum áherslu á lýðræði, frumkvæði og lífsgleði í daglegum samskiptum og að auka leikni og færni barnanna í gegnum leikinn.

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk.

Helstu verkefni og ábyrgð: 

  • Sinnir uppeldi og menntun barna á leikskóla undir leiðsögn og stjórn deildarstjóra og stjórnenda leikskóla.
  • Fylgist vel með velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Tekur þátt og kemur að hugmyndavinnu og skipulagi á tómstunda- og frístundastarfi innan leikskólans. 
  • Aðstoðar börn á matmálstímum og sinnir undirbúningi og frágangi.   
  • Vinnur í samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna undir stjórn deildarstjóra. 
  • Er til stuðnings og aðstoðar við sérfræðinga sem starfa með og sinna börnum með sértækan vanda, eða börnum með einhvers konar fötlun, röskun og /eða sérþarfir (þegar við á).
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af uppeldis- eða kennslustörfum æskileg
  • Reynsla af sambærilegum störfum í leikskóla kostur
  • Áhugi á faglegu starfi með börnum
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Sjálfstæði í starfi og faglegur metnaður
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði

 

Fríðindi í starfi:

  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • 75% afsláttur af leikskólagjöldum 
  • Forgangur á leikskóla
  • Bókasafnskort
  • Sundkort
  • Stuðningur til menntunar

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Nánari upplýsingar um starfið veitir <a href="mailto:Berglind%20Kristjánsdóttir%20″>Berglind Kristjánsdóttir leikskólastjóri í síma 527 7380. 

Umsóknarfrestur er til 28.janúar 2025. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánari samkomulagi. 

Fáist faglærður kennari til starfa, nýtur hann forgangs í starfið á grundvelli laga nr. 95/2019. Við hvetjum kennara til að sækja um. Leyfisbréf kennara fylgi umsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Verkalýðsfélagið Hlíf, eða KÍ ef kennaramenntaður einstaklingur sækir um starfið. 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Other vacancies