Skóla- og frístundaliði – Öldutúnsskóli

Apply for this job

Applications are open from: 14.04.2025

Applications are open to: 28.04.2025

Contact: Margrét Sverrisdóttir, Áslaug Hreiðarsdóttir

Öldutúnsskóli auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum skóla- og frístundaliða til starfa. Um er að ræða 70% starf út þetta skólaár. Ráðið verður í stöðuna sem fyrst.

Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu

Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni. 

Í Öldutúnsskóla eru um 620 nemendur í 1. – 10. bekk.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoðar við faglegt starf með nemendum.
  • Stuðningur inn í bekk
  • Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni.
  • Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum.
  • Stuðlar að velferð ungmenna í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
  • Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð.
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla og áhugi af starfi með börnum og unglingum.
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
  • Stundvísi og samviskusemi.
  • Góð íslenskukunnátta.

Nánari upplýsingar veita Margrét Sverrisdóttir, skólastjóri, í síma: 664-5894, margret.sverrrisdottir@oldutunsskoli.is og Áslaug Hreiðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, aslaughr@oldutunsskoli.is

Umsóknarfrestur er til 28. apríl 2025.

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

Greinargóð ferilsskrá fylgi umsókn.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við STH 

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Other vacancies